Rekstrarniðurstaða velferðarsviðs fyrir árið 2020 var 31.249 m.kr. sem var 18 m.kr. eða 0,06% innan fjárheimilda.

Þegar frá eru dregnir bundnir liðir, þ.e. fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur,
var rekstrarniðurstaðan 27.534 m.kr. sem var 12 m.kr. eða 0,04% umfram fjárheimildir.

Viltu vita meira?

Endurskoðaður ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Í ársreikningum er gerð grein fyrir reikningsskilaaðferðum. 

Kynjuð fjárhagsáætlun

Velferðarsvið hefur jafnréttisskimað og metið fjárfestingar- og fjárhagsáætlun sviðsins frá árinu 2018 og að auki eru allar tillögur velferðarráðs jafnréttisskimaðar. Frá því að innleiðing hófst árið 2011 hefur sviðið tekið fullan þátt og lokið rýningu allra þjónustuþátta.
 
Við gerð fjárfestingaráætlunar 2021-2025 voru 13 tillögur jafnréttiskimaðar. Þá var fimm ára áætlun sviðsins til 2025 einnig jafnréttisskimuð og taldi 19 skuldbindingar og 34 áhættur. Að auki voru allar tillögur sviðsins á árinu 2020 jafnréttisskimaðar.