Helstu fréttir ársins

Nýsköpun og útsjónarsemi einkenndu þróun nýrra úrræða og framkvæmd velferðarþjónustu á flóknu og ófyrirsjáanlegu ári.

Hér er stiklað á stóru yfir helstu fréttir ársins 2020 á velferðarsviði – fréttir sem tengjast ekki heimsfaraldrinum Covid-19 með beinum hætti.

15. janúar 2020

Keðjan hefur starfsemi

Keðjan tók til starfa. Hlutverk hennar er að veita stuðningsþjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Í Keðjunni er lögð áhersla á þróun úrræða og nýsköpun í fjölbreyttu samstarfi.  

Lesa alla fréttina

TINNA þróuð áfram

Samkomulag var handsalað um áframhaldandi þróun TINNU verkefnisins sem snýst um að veita einstæðum foreldrum margvíslega og þverfaglega þjónustu með velferð barna að leiðarljósi. 
 
Lesa alla fréttina

3. febrúar 2020
7. febrúar 2020

Vesturbrún opnar dyrnar

Nýtt heimili var tekið til notkunur að Vesturbrún en þar er boðið upp á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni.   

Lesa alla fréttina

Liðsaukinn í Borgartúni

Nýtt húsnæði Liðsaukans að Borgartúni 6 var formlega opnað. Teymi Liðsaukans veitir ungu fólki með flóknar þjónustuþarfir í sjálfstæðri búsetu , margháttaðan stuðning með sólarhringsþjónustu. 

Lesa alla fréttina

27. febrúar 2020
28. febrúar 2020

Nýtt hjúkrunarheimili

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 99 íbúa var vígt við Sléttuveg í Fossvogi. Heimilið er að mestu í eigu ríkissjóðs en Reykjavíkurborg á 15% hlut í því, auk þess að sjá þar um dagdvöl og skipulagt félagsstarf.    

Lesa alla fréttina

Veglegir styrkir til verkefna

Velferðarráð veitti fjölbreyttum hagsmuna- og félagasamtökum styrki til ýmissa verkefna á sviði velferðarmála fyrir ríflega 51 milljón.

Lesa alla fréttina

5. mars 2020
31. mars 2020

Verðlaun fyrir vefkerfi

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) völdu vefkerfið að baki rafrænni umsókn um fjárhagsaðstoð hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar vefkerfi ársins 2019.  

Lesa alla fréttina

Skjáheimsóknir innleiddar

Skjáheimsóknir í heimaþjónustu og heimahjúkrun voru kynntar til sögunnar sem nýjung í þjónustu á velferðarsviði borgarinnar.  

Lesa alla fréttina

8. apríl 2020
29. júní 2020

Pant.is og nýjar reglur

Akstursþjónusta fatlaðs fólks fékk nýtt nafn og útlit, samhliða því að nýjar reglur um þjónustuna komu til framkvæmda.

Lesa alla fréttina

Nýtt 14 íbúða áfangaheimili

Borgarráð samþykkti tillögu velferðarráðs um opnun nýs áfangaheimilis fyrir konur í miðborg Reykjavíkur. Í húsinu verða fjórtán góðar einstaklingsíbúðir, ein starfsmannaíbúð og sameiginlegt rými.

Lesa alla fréttina

20. ágúst 2020
31. ágúst 2020

Tilraunaverkefni í Breiðholti

Þriggja ára tilraunaverkefni hleypt af stokkunum sem hefur að markmiði að auka þátttökuhlutfall barna í íþrótta- og frístundastarfi í Breiðholti til jafns við önnur hverfi í Reykjavík.  

Lesa alla fréttina

Smáhús rísa í Gufunesi

Fimm smáhús sem ætluð eru heimilislausu fólki voru flutt frá Sundahöfn í Gufunes. Gert var ráð fyrir að fyrstu íbúar þeirra gætu flutt inn í nóvember.   

Lesa alla fréttina

25. september 2020
1. október 2020

Rótin tekur við Konukoti

Velferðarsvið gekk til samninga við Rótina, félag um konur, áföll og vímugjafa, um rekstur á Konukoti, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.

Lesa alla fréttina

Þjónustusamningur við ÚTL endurnýjaður

Borgarráð samþykkti að endurnýja þjónustusamning velferðarsviðs við Útlendingastofnun. Við það fjölgaði  umsækjendum um alþjóðlega vernd sem borgin veitir þjónustu úr 220 í 300. 

Lesa alla fréttina

11. desember 2020
21. desember 2020

Heimahjúkrun stóraukin

Reykjavíkurborg og Sjúkratryggingar Íslands undirrita samning um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík.   

Lesa alla fréttina