17.250

Fjöldi notenda sem fékk þjónustu
frá velferðarsviði árið 2020

3.175

Fjöldi starfsfólks velferðarsviðs
að meðaltali í mánuði árið 2020

38.614

Heildarrekstrargjöld velferðarsviðs
í milljónum króna árið 2020

Ávarp sviðsstjóra

Regína Ásvaldsdóttir

Árið 2020 var um margt viðburðaríkt en það er varla hægt að fjalla um árið á velferðarsviði án þess að fara rakleiðis í að tala um Covid-19. Veiran hafði djúpstæð áhrif á velferðarsvið, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Strax í upphafi árs kom neyðarstjórn velferðarsviðs saman og undirbjó jarðveginn. Við vorum því reiðubúin þegar fyrsta smitið greindist í landinu. Fátt gat þó búið okkur undir þá miklu varnarbaráttu sem framundan var. Á meðan samfélagið var í hægagangi á löngum tímabilum jókst álagið á starfsfólk í velferðarþjónustu, sem þurfti að hlaupa hraðar, taka á sig aukna ábyrgð og veita fjölbreyttari þjónustu en áður. 

Velferðarráð Reykjavíkurborgar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar starfar í umboði velferðarráðs. Árið 2020 sátu í velferðarráði þau Heiða Björg Hilmisdóttir formaður, Elín Oddný Sigurðardóttir varaformaður, Alexandra Briem, Aron Leví Beck, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Örn Þórðarson.

Velferðarráð hélt 22 formlega fundi á árinu 2020, þar af tvo opna fundi í morgunfundaröðinni Velferðarkaffi. 

Þjónusta

Nokkrar lykiltölur í þjónustu velferðarsviðs 2020

0
Viðtöl tekin á þjónustumiðstöðvum
0
tilkynningar bárust til Barnaverndar
0
einstaklingar fengu fjárhagsaðstoð
0
einstaklingar fengu heimahjúkrun

Covid-19 og velferðarsvið

Snemma árs 2020 hélt Covid-19 innreið sína í íslenskt samfélag. Í aðdraganda þess hafði velferðarsvið stofnað neyðarstjórn með sérhæfðum undirteymum. Frá upphafi var höfuðáhersla lögð á ítrustu sóttvarnir og leiðarljósið að skerða þjónustu sem allra minnst.

Gildi velferðarsviðs

Virðing

Við berum virðingu fyrir öllum þeim sem við eigum í samskiptum við. Við fögnum fjölbreytileika og komum fram við fólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Virkni

Við viljum að allir geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Við vinnum að því að efla frumkvæði og sjálfstæði notenda og starfsfólks velferðarþjónustu. 

Velferð

Við erum leiðandi í umræðu um velferðarmál og lífsgæði borgarbúa. Við vinnum að lausnum og veitum skilvirka velferðarþjónustu sem tekur mið af þörfum hvers og eins.